Á síðasta ári opnuðum við verkstæði, söfnuðum gömlum hjólum og buðum hælisleitendum á Íslandi að koma og gera upp gömul reiðhjól til eigin nota. Rétt um 160 hjól fengu þannig framhaldslíf, komu aftur á götuna og fóru ekki í förgun hjá Sorpu, þar sem svo ótal reiðhjól enda árlega.