Miðað er við að hópurinn borði kvöldmat saman á laugardagskvöldinu en að hver og einn komi með sitt kjöt eða annað á grillið. Meðlæti, svo sem kartöflur, salat og sósur er hins vegar sameiginlegt og innifalið í þátttökugjaldi. Hver og einn sér um að vera með nesti í ferðina báða dagana og morgunmat fyrir sunnudag. Möguleiki er fyrir fólk að fara í stuttar gönguferðir eða hjóla um Goðaland eða inn í Þórsmörk en þær ferðir eru ekki skipulagðar af Klúbbnum. Miðað er við að leggja af stað hjólandi til baka kl 11:00 sunnudagsmorgun. Ekið verður til Reykjavíkur með viðkomu í sundlaug á Hellu þar sem ferðarykið verður skolað af.
Þátttökugjald: 7.000.- auk þess sem farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði viðkomandi bíls sem þeir ferðast með (2.500). Innifalið í þátttökugjaldi er gisting í Básum, fylgdarbíll, bílstjóri og hjólandi fararstjórn, meðlæti með kvöldmat, kol og olía.
Undirbúningsfundur vegna ferðar er mánudagskvöld 16. september kl 19:00 í húsi Fjallahjólaklúbbsins að Brekkustíg 2, Reykjavík. Mikilvægt er að mæta á fundinn svo að hægt sé að ákveða hverjir fara saman á bílum.
Skráning og greiðsla er í síðasta lagi miðvikudaginn 18. september. Skráning á netfang:
Upplýsingar um ferðatilhögun hjá Sif í s. 6921808 eða netfangi
Útbúnaðarlisti
Reiðhjól og hjálmur
Viðgerðarsett, bætur og auka slanga
Pumpa
Hlý föt til að hjóla og ganga í
Auka fatnað
Regnfatnaður
Gönguskór
Göngustafir
Nesti fyrir laugardag og sunnudag
Kjöt eða annað á grillið fyrir laugardagskvöld
Morgunmatur fyrir sunnudag
Svefnpoki
Sundföt
Ennisljós eða vasaljós
Pening fyrir bílfari og sundi (2.500 kr bílfari og sundi um 500kr)
Góða skapið J
Skipuleggjendur: Sif og Árni.
Bílstjóri: Stefanía