Miðað er við að hópurinn borði kvöldmat saman á laugardagskvöldinu en að hver og einn komi með sitt kjöt eða annað á grillið. Meðlæti, svo sem kartöflur, salat og sósur er hins vegar sameiginlegt og innifalið í þátttökugjaldi. Hver og einn sér um að vera með nesti í ferðina báða dagana og morgunmat fyrir sunnudag. Möguleiki er fyrir fólk að fara í stuttar gönguferðir eða hjóla um Goðaland eða inn í Þórsmörk en þær ferðir eru ekki skipulagðar af Klúbbnum. Miðað er við að leggja af stað hjólandi til baka kl 11:00 sunnudagsmorgun. Ekið verður til Reykjavíkur með viðkomu í sundlaug á Hellu þar sem ferðarykið verður skolað af.

Þátttökugjald: 7.000.- auk þess sem farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði viðkomandi bíls sem þeir ferðast með (2.500). Innifalið í þátttökugjaldi er gisting í Básum, fylgdarbíll, bílstjóri og hjólandi fararstjórn, meðlæti með kvöldmat, kol og olía.

Undirbúningsfundur vegna ferðar er mánudagskvöld 16. september kl 19:00 í húsi Fjallahjólaklúbbsins að Brekkustíg 2, Reykjavík. Mikilvægt er að mæta á fundinn svo að hægt sé að ákveða hverjir fara saman á bílum.

Skráning og greiðsla er í síðasta lagi miðvikudaginn 18. september. Skráning á netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með nafni, kennitölu og símanúmeri. Greiðsla á reikning Fjallahjólaklúbbsins 0515-26-600691 kt. 600691-1399

Upplýsingar um ferðatilhögun hjá Sif í s. 6921808 eða netfangi This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Útbúnaðarlisti

Reiðhjól og hjálmur
Viðgerðarsett, bætur og auka slanga
Pumpa
Hlý föt til að hjóla og ganga í
Auka fatnað
Regnfatnaður
Gönguskór
Göngustafir
Nesti fyrir laugardag og sunnudag
Kjöt eða annað á grillið fyrir laugardagskvöld
Morgunmatur fyrir sunnudag
Svefnpoki
Sundföt
Ennisljós eða vasaljós
Pening fyrir bílfari og sundi (2.500 kr bílfari og sundi um 500kr)
Góða skapið J

Skipuleggjendur: Sif og Árni.
Bílstjóri: Stefanía