- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Björgvin Hilmarsson
Lagt var af stað frá Árbæjarsafni kl 13.30 á laugardeginum og hjólað á Nesjavelli.
Í Nesbúð, þar sem flestar myndirnar voru teknar, var síðan slakað á í pottunum, borðað hressilega og slappað af. Síðan var hjólað til baka í bæinn á sunnudeginum.
- Details
- Páll Guðjónsson
Nú í sumar ætlar Darren Swift að heimsækja Ísland og hjóla meðal annars Kjalveg og áfram alla leið til Raufarhafnar. Ferðin er ekki aðeins honum til ánægu heldur hefur hann verið að safna áheitum og ætlunin er að safna pening fyrir góðgerðarstarfsemi Hearing Dogs for Deaf People, sem starfar í Loewknor,Oxon, Bretlandi.
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Páll Guðjónsson
20.- 22. nóvember 1998 var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur ráðstefna og sýning á umhverfisvænni farkostum. Að sjálfsögðu mættu fulltrúar Íslenska Fjallahjólaklúbbsins og fengu að setja upp sýningarbás til kynningar á hollasta, ódýrasta og umhverfisvænsta valkostinum í samgöngumálum nútímans.
- Details
- Jón Örn Bergsson
Það hefur orðið að venju innan klúbbsins að fara n.k. fjölskylduferðir. Ferðir sem eru léttari yfirferðar en aðrar og henta þannig vel bæði byrjendum og fjölskyldufólki. Ein þannig ferð var farin upp í Veiðivötn dagana 21.-23. ágúst og er óhætt að segja að hún hafi heppnast að öllu leiti vel, nema hvað undir lok ferðarinnar gerðist smá óhapp, sem sagt verður frá síðarmeir.
- Details
- Arnþór Helgason
Undirbúningur
Síðastliðið vor fór Elín, eiginkona mín og stýrimaður á Orminum langa,
að skoða skóla í Newcastle á Norðimbralandi. Fannst okkur hjónum þá
tilvalið að nota tækifærið til þess að hjóla um Skotland og kynnast því
hvernig þar væri umhorfs.
Að sið góðra manna hófum við undirbúning ferðarinnar strax í febrúar. Ég
sendi út fyrirspurn á Alnetinu um það hvernig væri hægt að fá leigt
tveggja manna hjól í Bretlandi. Þá bað ég einnig um upplýsingar um
hjólreiðaleiðir.
- Details
- Alda Jóns og Páll Guðjóns
Ætla ég nú að segja ykkur aðeins frá fjölskylduferð sem Íslenski Fjallahjólaklúbburinn stóð fyrir á Nesjavelli í vor og tókst í alla staði frábærlega þrátt fyrir mjög mikla rigningu fyrri daginn og mótvind seinni daginn. Það var um 25 manna hópur sem mætti við Árbæjarsafn upp úr hádeginu á laugardeginum. Fólkið á aldrinum 13 – 55 ára og einnig voru með 4 börn frá 16 mánaða til 5 ára í aftaníkerrum og eitt á tengihjóli.
- Details
- Bára Bryndís Sigmarsdóttir
Frá því að ég var 5 ára, og vinkona mín hafði ýtt mér í 1000 skipti af stað út í óvissuna, niður stutta brekku á hjálpardekkjalausu tvíhjóli og ég fann langþráð jafnvægið, hef ég elskað að hjóla og, að undanskildum fyrstu árunum eftir bílpróf, gert mikið af því.
- Details
- Páll Guðjónsson