|
|
Það sem gerir ferðina sérstæða er að Darren Swift hjólar með höndunum, þar sem hann hefur ekki lappirnar til að hjóla með eins og flestir. Hann segist reyndar gera meira af því að róa í kanó en að hjóla en þetta er annað þríhjólið sem hann á frá þessum framleiðanda og líkar það vel. |
|
Hann setur önnur dekk undir fyrir ferðina og það verður komið fyrir bögglabera að framan fyrir farangurinn en hann ætlar sér að hafa með vistir fyrir 12 daga áður en lagt verður á hálendi Íslands. Ef allt gengur að óskum þá verður hann liklega fyrsti maðurinn sem fer yfir hálendi Íslands á handaflinu einu saman. |
|
Með rauða handfanginu getur hann kippt framhlutanum af og þá verður eftir hjólastóllinn sem nota má á hefðbundinn hátt. Þetta er ekki framleitt í miklu magni og er því nokkur dýr útbúnaður en svona lýsir hann þessu sjálfur: |
...IF YOU LOOK CAREFULLY AT THE BOTTOM PICTURE YOU CAN SEE A RED LEVER THAT IS PART OFA POSI-LOCK SYSTEM THAT ALLOWS ME TO TAKE THE FRONT OFF AND USE THE WHEELCHAIR IN THE CONVENTIONAL WAY. THE WHEELCHAIR IS, AS WE SPEAK, HAVING A SUSPENSION SYSTEM PUT ON THE REAR WHEELS TO HELP WITH SOME OF THE ROUGHER BITS. THIS IS ALL BEING DONE BY THE COMPANY(CHEVRON) THAT MAKES THE TRIKE WHICH IS REALLY CALLED AN EASYRIDER. THEY MAKE OTHER SIMILAR TRIKES AS WELL AS WHELLCHAIRS AND CAR HAND CONTROLS. THE MODEL I AM SITTING ON IS ACTUALLY MY SECOND TRIKE THE FIRST BEING "MARK 1" WHICH ONLY HAD 7 GEARS THIS HAS 21 AND A CABLE BRAKE AS OPPOSED TO A COASTER BRAKE, THE FRONT WHEEL IS ALSO LARGER THAN THE "MARK 1" WHICH ONLY HAD A 15" WHEEL THAT WAS PRETTY USELESS ON SOFT GROUND AND INCLINES. THE LARGER WHEEL IS NOT PERFECT BUT IT IS AN IMPROVEMENT. THE TRIKE ISN'T A ONE OFF BUT THEY ARE QUITE EXPENSIVE, THIS PARTICULAR ONE COST £1600 JUST FOR THE FRONT BIT, THE CHAIRS CAN BE £2000+ FOR A TITANIUM ONE. I HAVE TRAVELLED ON THE OLD TRIKE BUT ONLY WHILST CAMPING IN THE CANADIAN ROCKIES WHERE I DID HAVE THE LUXURY OF A CAR OR VAN TO COVER THE GREATER DISTANCES. I AM REALLY AN OPEN CANOEIST NOT A FULL ON CYCLIST BUT I FANCIED A DIFFERENT CHALLENGE IF IT INSPIRES SOMEONE ELSE THEN THAT´S GREAT AND THAT WILL BE PART OF THE PROMOTING THE INCLUSION AND INTEGRATING OF PEOPLE WITH DISABILITIES INTO CYCLING AND OTHER OUTDOOR PURSUITS...
|
Hjólin er hægt að setja á þrjá mismunandi staði eftir því hvort nota á stólinn sem hjólastól eða reiðhjól og eins og sést hér fyrir neðan er hægt að taka framendann af með einu handtaki og nota stólinn þá sem venjulegann hjólastól.
|
Við óskum honum að sjálfsögðu góðrar ferðar og vonum að þessi ferð gangi vel og muni kannski hvetja fleiri íslendinga til að virkja eigin orku og hjóla. Eins og Swift sannar þarf fötlun ekki að vera hindrun. Skoðið samantekt okkar um reiðhjól sérsniðin fyrir fólk með sérþarfir.
Hægt er að hafa samband við Darren Swift á tölvupósti 29 Júlí. Talaði við Swifty og allt var í góðu gengi. Hann hafði hjólað vel áleiðis að Kjalveg en leyst ekkert á íslensku fjallavegina og tók þá góðu ákvörðun að breyta áætlunum, frekar en að ráðast á hálendið. Hann tók næstu rútu og fór til Akureyrar og síðan aðra til Hellu á flatara landsvæði. Fyrir utan hvað er erfiðara að hjóla með höndunum heldur en sterkum lærvöðvunum þá eru sethjól líkt og hans yfirleitt ekki mjög hentug í bröttum brekkum og á erfiðum vegum sem nóg er af á Íslandi. Hann hjólaði að mestu þaðan til Selfoss, nokkur hundruð kílómetra og er alveg heillaður af landinu og landanum. Allstaðar hefur hann fengið góðar móttökur, bílstjórar verið tillitssamt og fólk gjarnan vinkað og heilsað. Ekki skemmdi að ferð hans hafði fengið góða kynningu í Morgunblaðinu laugardaginn eftir að hann lagði af stað. Tvisvar gaf Veðurstofan út viðvörun vegna mikils vinds meðan hann var að ferðast hér og fór Swifty ekki varhluta af íslensku veðurfari. Einnig nefndi hann að aðgengi fyrir fatlaða vantaði víða og hlakkaði hann mikið til að komast í gott bað. Hann bað mig að koma sérstaklega á framfæri þakklæti fyrir góðar móttökur, hjálpsemi og gestrisni íslendinga. Uppfært: Skoðið ferðasöguna hans hér: fjallahjolaklubburinn.is/images/stories/swifty/swifty.htm
Hér er frétt úr Telegraph frá 2010 um Íslandsvininn Swifty sem enn er á fullu í sportinu: http://www.telegraph.co.uk/active/6975502/All-aboard-for-off-piste-adventure.html Önnur frétt úr Sun frá 2004: http://www.thesun.co.uk/sol/homepage/news/article94201.ece |
© Júlí 1999, Páll Guðjónsson