Nú er bara að vona að skipuleggjendur hátíðarhaldanna á Þingvöllum árið 2000 kynni sér fyrirbæri sem nefnist almenningssamgöngur og eru notaðar erlendis með góðum árangri til að koma miklum fjölda fólks á milli staða með litlum tilkostnaði á umhverfisvænan hátt. En einhvernvegin minnir mig að einhverjir hafi talið tafirnar 94 hafa orsakast af því að fólk hafi verið svo lengi að finna bílastæði á Þingvöllum og því ákveðið að byggja ný bílastæði fyrir allan bílaflota landsmanna á Þingvöllum fyrir árið 2000.
Það var góður hópur sem hjólaði á Þingvelli og að sjálfsögðu voru börnin ekki skilin eftir
Komið til Þingvalla, sest niður og slappað af eftir hjólatúrinn.
Texti: Páll Guðjónsson
Allar myndir © Guðrún Ólafsdóttir