Þar fjallar hann um ýmsar þversagnir í öryggismálum hjólreiðafólks, hvernig sumt sem gert er til að auka öryggi eykur í raun hættu og veitir aðeins falskt öryggi. Seinni fyrirlesturinn fjallar um hvernig á að nota hjólið sem samgöngutæki, hvar er öruggast að hjóla og greiðustu leiðirnar.
Mörgum dettur bara Miklabraut í hug þegar talað er um að hjóla á götum borgarinnar en við viljum við einmitt hafa hjólabrautir meðfram þessum stóru umferðaræðum borgarinnar eins og kemur fram í samantektinni um helstu baráttumál hjólreiðafólks.
Fyrst of fremst erum við að berjast fyrir bættri aðstöðu svo hjólið verði raunhæfur valkostur í samgöngumálum. Það skiptir ekki öllu hvort fólk hjólar bara suma daga eða bara á sumrin eða alla daga allt árið, því allir hafa gott af hreyfingunni og reglulegar hjólreiðar lengja lífið.