Landssamtök hjólreiðamanna og Íslenski fjallahjólaklúbburinn eru þarna saman að kynna ágæti hjólreiða á flestum sviðum undir slagorðinu Hjólreiðar lengja lífið.
Marga langar til að hjóla en eru kannski í smá vandræðum með stillingar á hjólinu og því bjóðum við fólki að koma með hjólin sín í ástandsskoðun hjá Doktor B.Æ.K. Farið er yfir helstu öryggisatriðin og skildubúnaðinn og Doktor B.Æ.K. fyllir út viðurkenningu um að hjólið sé í góðu ástandi. Ekki þarf endilega að mæta með hjólin því Doktorinn er óspar á góð ráð. Þetta er verkefni innan ÍFHK.
Morten Lange og Sesselja Traustadóttir til vinstri á myndinni eru líka í verkefnastjórn Hjólafærni sem er verkefni á vegum Landssamtaka hjólreiðamanna um að innleiða á Íslandi kennslu í hjólreiðum í anda þess sem gert er í Bretlandi, með sérþjálfuðum kennurum og íslensku kennsluefni. Þau kynna þetta verkefni á sýningunni meðal margs annars. Hér eru fleiri myndir úr Perlunni.