Ferðin hefst við Svartagil kl. 14:00, og þaðan hjólað norður á Uxahryggi og að Ormavöllum. Þar hefst fjallahjólapuð af bestu gerð, áð við Hvalvatn og hjólað síðan norðan við vatnið (töluvert puð hér) vestur að Glym og hjólin teymd niður brattasta partinn og hjólað að Stóra-Botni og þaðan upp á Leggjarbrjót og þaðan í Svartagil. ATH: breyttan tíma frá fyrstu auglýsingu.
Vekjum athygli á að þessi ferð er erfið og aðeins ætluð vönu fjallahjólafólki í góðu formi. Það þarf að bera reiðhjólið á köflum, því hentar léttur bakpoki betur en hjólatöskur.
Erfiðleikar 9/10.
Vegalengd 45 km.
Fararstjóri: Örlygur Sigurjónss. Tölvupóstur: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Hér er kort af leiðinni og nokkrar myndir eru úr gamalli ferð, þá hjóluðum við frá Uxahryggjum niður að Þingvöllum. Þessi ferð er frá svipuðum slóðum, en töluvert erfiðari.