Að hjóla með allt sem þarf á bögglaberanum og leggjast til svefns í tjaldi eftir góðan hjóladag er einstök upplifun og það þarf ekki að fara langt til að upplifa ævintýri á leiðinni. Áherslan verður á að vera í ferðalagi en ekki á hraða milli áfangastaða og gefum við okkur tíma til að skoða nokkra áhugaverða staði á leiðinni.
Lagt verður af stað frá verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði kl. 18, föstudaginn 8. júní. Hjólum þaðan um Djúpadalsleið til Grindavíkur þar sem gist verður í tjöldum. Á laugardegi hjólum við að Reykjanesvita og þaðan að Garðskagavita þar sem næturstaður verður á tjaldsvæðinu. Á sunnudegi verður “skemmtilegasta” leiðin heim fyrir valinu þó hún sé örlítið lengri.
Leiðin liggur bæði um malarvegi og malbik, dagleiðir eru 45-55 km. og er þetta tilvalin ferð fyrir alla sem vilja prófa að ferðast á hjóli. Erfiðleikastig 6/10 en ætti að vera við hæfi flestra sem ráða við að sitja hnakkinn lengri leiðir. Fararstjórar eru Auður, Björn og Guðný.
Ekkert þáttökugjald en hver og einn greiðir gistingu og annað sem til fellur. Nánari upplýsingar verða sendar til þátttakenda ásamt drögum að búnaðarlista þegar nær dregur.
Skráðu þig með því að senda tölvupóst á
Sjá einnig viðburð á Facebook: Helgarferð um Reykjanes -hjólað að heiman með allan farangur