Þessar tvær dagleiðir eru ca 30 km, mest megnis á malarvegi. Þær eru að finna í fyrstu Hjólabókinni (Vestfirðir), leiðir númer 6 og 14. Gefum Ómari Smára, höfundi Hjólabókanna orðið:
„Ekki eru brekkurnar mikið að kvelja hjólreiðafólk í Mjóafirði. Hvergi þarf að fara yfir vatn nema á brúm. Ekki er heldur umferðarþungi að hrella hjólendur. Þetta er semsagt hin þægilegasta leið.“
Eftir hjólaferð laugardagsins munum við skola af okkur ferðarykið í heitum laugum í Heydal. Snæðum saman á veitingastaðnum og svo er gist í sumarbústað næstu nótt. Hafragrautur með kanelsykri, rúsínum og mjólkurdreitli í boði.
Á leiðinni suður verður hjólaður Gilsfjörður. Hann er líka þægilegur malarvegur, 30 kílómetrar og eftir hann munum við stoppa í Borgarnesi, fá okkur hamborgara og kveðjast eftir ánægjulega hjólahelgi.
Fólk þarf að greiða fyrir það sem það borðar og drekkur á veitingastaðnum og 2500 fyrir gistinu í sumarbústaðnum. 3500 fyrir utanfélagsmenn. Sængur og koddar á staðnum, það þarf bara að taka með rúmföt eða leigja á staðnum. Takmarkað pláss, fyrstir bóka, fyrstir fá. En engar áhyggjur, það er fínt tjaldsvæði á staðnum.
Við hvetjum sérstaklega félagsmenn frá Vestfjörðum til að fjölmanna, nú er styttra fyrir þá að fara til að komast með okkur í hjólaferð.
Hrönn Harðardóttir er fararstjóri og þátttaka tilkynnist með email til
Munið eftir að taka með nesti til tveggja hjóladaga, pumpu og viðgerðasett til að gera við sprungið dekk.
Fólk er á eigin ábyrgð í ferðum Fjallahjólaklúbbsins.
Hér eru nokkrar svipmyndir úr ferð á sömu slóðir 2012.