Jæja, alltaf kátur og hress hjólaði hópurinn af fullum krafti og gekk ferðin nokkuð vel og allir skiluðu sér á áfangastað. Þegar til Úlfljótsvatns var komið var fengið sér herbergi með öllu tilheyrandi og skipt um föt enda að drukkna úr svita og kafna úr svitafýlu hufffffffffffffff............ En allt fór þetta vel að lokum og var maður farinn að vingast við fólkið seinna um kvöldið. Nei, nei þetta er vitleysa því að maður svitnar ekkert í svona ferðum og þar af leiðandi kemur engin svitalykt svo við gátum alveg farið að tala saman strax.
Jæja nú skal taka til hendinni sagði einhver og var að heyra það á tóninum að þarna væri svangur maður á ferð sem vildi fara að grilla. Þetta var eins og talað út úr mínu hjarta og tók drengurinn strax við sér og allir fóru að grilla og varð úr þessu þessi glimrandi veisla sem stóð langt fram á kvöld. Eftir smá umræðuhjal var ákveðið að fara að sofa svo allir væru nú hressir daginn eftir.
Við vorum nokkrir sem bættum við ferðina svolítið, sumir fóru hringinn í kringum Þingvallavatn og aðrir fóru smá hring við Úlfljótsvatn áður en lagt var í hann heim. Þeir sem fóru Þingvallavatnshringinn ætluðu að hitta okkur við Nesjavelli svo þeir sluppu við að þrífa he..ví... Jæja það þýðir ekkert að vera að svekkja sig á því; maður varð bara að halda áfram, en samt var maður nú pínu svekktur...nei,nei.
Af stað hrópaði einn úr hópnum og allir fóru að hans ráðum og héldu af stað heim á leið. Við hittum hringmennina á Nesjavöllum og létum við þá þrífa hjólin okkar í staðin fyrir hitt, ha,ha. Nei, þeir voru bara í ágætu standi strákarnir enda vanir keppnismenn á ferð og tóku þeir þetta bara í nefið að þeirra sögn. Veðrið var mjög gott þessa helgi og þeir sem fóru ekki misstu af miklu og ættu að íhuga að fara með í þessa ferð næst því þetta er með skemmtilegri ferðum þar sem allir koma saman konur karlar og börn.
Gísli Guðmundsson
Rakari.
© ÍFHK
Hjólhesturinn 2. tbl 2001.