Veiðivötn eru staðsett úti í miðri svartri eyðimörkinni. Við ókum þangað á föstudagskvöld.
Þar er ágætur skáli en veðrið var gott svo við tjölduðum öll og mættum þessu útsýni um morguninn.
Vegurinn er stórfínn þarna og yngsti ferðalangurinn var aðeins fjögurra ára
Komið aftur á tjaldsvæðið eftir 22km léttan hring um svæðið
Síðan var grillað við skálann, sest inn og spjallað fram eftir kvöldi
Ákveðið á kortinu hvert væri best að hjóla seinni daginn og stillt upp fyrir hópmynd
Þó þetta sé léttasta ferð klúbbsins voru þó átta manns þarna sem kynntust í fyrsta skipti hjólreiðum á hálendi íslands, fengu að prófa að vaða litlar ár og lærðu vonandi etthvað af þeim sem reyndari eru. Efsta myndin var tekin þegar hópurinn hjólaði út í eyðimörkina.
Hér situr ljósmyndarinn í góðra manna hópi lengst til hægri.
Seinni dagurinn var ekki síður léttur, aðeins hjólaðir um 35km.
Á leiðinni í bæinn aftur var stoppað við Háafoss og smakkað á ísnum í Eden
Allar myndir © Ólafur Rafnar Ólafsson, texti Páll Guðjónsson.