v97jsk01.jpg

  Hér má sjá tjaldstæðið fyrsta morguninn.

v97jsk02.jpg

Eftir góðan morgunverð var lagt af stað í rólegheitum en strax í fyrstu brekkunni slitnaði teinn hjá einum.

 

v97jsk03.jpg

Við biðum róleg og nutum útsýnisins meðan dittað var að hjólinu.


v97jsk04.jpg

 

  

v97jsk05.jpg
Ungur herra var með í för í hjólavagni og virtist hann njóta ferðarinnar ágætlega þó hann hafi blundað aðeins seinnipartinn.

 


v97jsk06.jpg


 
    v97jsk07.jpg
  

v97jsk08.jpg

Brekkurnar voru ekki stórar en útsýnið frábært, hvert sem litið var, og ófáar myndir teknar.


 v97jsk09.jpg


    v97jsk10.jpg
 

    v97jsk11.jpg

  Á hringleiðinni fyrri daginn þurfti að vaða þessa sprænu, bæði til að við bleyttum okkur ekki sjálf og
til að fá ekki vatn inn í viðkvæmar legur á hjólunum þar sem það getur skolað burt feiti og skemmt þær.

   

v97jsk12.jpg
 

    v97jsk13.jpg

 

v97jsk14.jpg

  Aðstaðan í skálanum er skemmtilega hrá og eyðileggur ekki útilegustemninguna.

 v97jsk15.jpg

 v97jsk16.jpg

Magnús Bergsson mundar myndavélina, með þrífót og tvöfaldara að reyna að ná fuglum á miðju vatni í nærmynd.

   

v97jsk17.jpg

 

    v97jsk18.jpg

  Steini fer ekki alltaf hefðbundnar leiðir og er þarna að nýta vegvísi sem viðgerðastand meðan hann smurði keðjuna lítillega.

 

v97jsk19.jpg

Seinni daginn gekk yfir smá suddaveður en það jók bara stemninguna og gaf umhverfinu nýjan svip.

 

  v97jsk23.jpg

 

 

v97jsk24.jpg
 

v97jsk22.jpg
 
v97jsk25.jpg

Eftir 22km hring seinni daginn, var vaðið aftur yfir litla sprænu, náttúruparadísin Veiðivötn yfirgefin og hjólað áleiðis út í eyðimörkina.
Ljósmyndarinn sjálfur sést hér á síðustu myndinni.


Allar myndir © Jón St. Kristjánsson, texti Páll Guðjónsson