Það spáði ekki góðu helgina sem planið var að hjóla á Vestfjörðum. En við fengum þó einn góðan dag. Mjóifjörður tók á móti okkur í sparifötunum, það var logn og prýðis hiti. Eitthvað var um útidúra, skroppið upp að Eyrarfjalli og skoðuð falleg laut þar sem brekkan byrjar. Svo kílómetrafjöldinn var 37 eftir ánægjulegan hjóladag.
Um kvöldið fórum við í hlaðborð hjá Stellu í Heydal. Einstaklega góður matur og kósí bústaður. Gott að gista í Heydal. Næsta dag var planið að hjóla Gilsfjörð, en þar var ekki stætt sökum roks, svo þeim hjóladegi var slaufað.