Það hefur margt breyst á þessum 30 árum því í upphafi var textinn prentaður í misgóðum nálaprenturum, klipptur til á pappír og teikningar stækkaðar eða minnkaðar í ljósritunarvélum, allt límt saman á pappír og fjölritað. Nú fáum við texta og myndir í tölvupóstum og hugtökin að klippa og líma hafa allt aðra merkingu í tölvuvinnu nútímans.

Fataskápurinn - heimili ÍFHK í Þróttheimum

Alda Jóns við fataskápinn - heimili ÍFHK í Þróttheimum og salurinn fyrir neðan

Klúbburinn er kenndur við fjallahjólin sem voru mikil bylting á sínum tíma, ekki síst þegar kom að ferðamennsku á reiðhjólum sem alltaf hefur verið sterkur þáttur í starfi klúbbsins. En þau nýttust ekki síður innanbæjar því við stofnun voru bara nokkur ár frá því að hjólreiðar á gangstéttum voru leyfðar. Og þar sem bílaumferðin var farin að þrengja að umferð hjólandi hrökkluðust margir upp á gangstéttarnar en þurftu þá að hoppa upp og niður háa kanta við hver gatnamót því flágar tíðkuðust ekki þá og þá gagnaðist að hafa dempara.

Stjórnarfundur í herberginu í Austurbugt 1999 og salurinn fyrir neðan

En á þessum 32 árum hefur klúbburinn vaxið frá því að hafa pósthólf sem heimilisfang og fataskáp sem heimili meðan við hittumst mánaðarlega í Þróttheimum og horfðum dáleidd á ljósmyndir úr ferðalögum varpað upp á tjald úr slidessýningarvél. Seinna fluttum við í Austurbugt þar sem við höfðum lítið herbergi á leigu, aðgang að fundarsal og plássi þar sem við gátum yfirfarið hjólin okkar. Það húsnæði þurfti að víkja fyrir Hörpu en við fengum þá inni í núverandi húsnæði varla fokheldu og lögðu margir hönd á plóg við að standsetja það í núverandi horf.

Klúbbhúsið Brekkustíg 2 var afhent fokhelt 1999. Þarna er verið að mála og undirbúa að flota gólfið uppi.

Alla útgáfu Fjallahjólaklúbbsins frá upphafi má lesa á Issuu. Fjallahjólaklúbburinn á Issuu

Páll Guðjónsson - við ritstjórnarstörf 1999 á samsettri mynd fyrir ofan.