Hjólhesturinn - tímarit Fjallahjólaklúbbsins
Atburðaalmanak
Mánudagur | Þriðjudagur | Miðvikudagur | Fimmtudagur | Föstudagur | Laugardagur | Sunnudagur | |
5 | 29 | 30 | 31 | 1 | 2 | 3 | 4 |
6 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
7 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
8 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
9 | 26 | 27 | 28 | 29 | 1 | 2 | 3 |
Á Sævarhöfða er rúmgóð viðgerðaraðstaða og horn fyrir kaffi og spjall. Þar er opið frá kl 18 til 21 á hverju mánudagskvöldi, bæði fyrir Fjallahjólaklúbbinn og Reiðhjólabændur. Þá getur hver sem er komið í heimsókn til okkar, fengið aðstoð og góð ráð við viðgerðir á hjólinu sínu en gerir við sjálfur. Og það er alltaf tími fyrir spjall og jafnvel kaffibolla.
Þriðjudagskvöldferðirnar - yfir sumarmánuðina
Við ætlum að halda áfram með þriðjudagskvöldferðirnar, en nú verða þær í samstarfi við Reiðhjólabændur, sem hafa lagt af stað í sína hjólatúra á þriðjudögum, frá Sævarhöfða 31 . 19:00. Við ætlum líka að fara þaðan, á sama tíma, svo fólk getur valið hraðari eða hægari hóp.
Reiðhjólabændur fara oftast svokallaðan Reykjavíkurhring, hjóla stíginn meðfram ströndinni, æfa draft og allskonar.
Hægari hópurinn verður samkvæmt dagskrá, þar sem hraði miðast við 15 km/klst. á jafnsléttu.
Fyrsta ferðin verður þriðjudaginn 7. maí kl. 19:00 frá höfuðstöðvum Reiðhjólabænda og Fjallahjólaklúbbsins, Sævarhöfða 31.
Sjá líka viðburði á Facebook: https://www.facebook.com/fjallahjolaklubburinn/events
Til viðbótar við viðburði sem eru planaðir langt fram í tímann eru stundum farnar dagsferðir og jafnvel helgarferðir sem skipulagðar eru með stuttum fyrirvara.
Endilega skráið ykkur á póstlistann okkar á forsíðunni og fylgist með á Facebook.
Auk ferða hér á dagatalinu eru tvær ferðir á teikniborðinu í ágúst.
Önnur er utanlandsferð um Móseldalinn, hin er einhvers staðar á Íslandi. Veður, vindar, rigning og þess háttar ræður för. Gist á tjaldsvæði og hjólaðar 50-80 km dagleiðir.
Fjölnir Björgvinsson sér um að skipuleggja utanlandsferðina og kemur með leiðarlýsingu, gistimöguleika og þess háttar þegar nær dregur.
Þátttakendur í innanlandsferðinni sem Hrönn Harðardóttir sér um þurfa að vera á rafmagnshjólum eða í nógu góðu formi til að halda í við rafmagnshjól.