Látnir og alvarlega slasaðir i umferðinni

Orðanotkun við skráningu slysa hefur oft verið gagnrýnd. Þar eru lögð að jöfnu minni­háttar slys svo sem brotinn putti sem engin varanleg áhrif hafa á heilsu viðkomandi og þau sem hafa veruleg áhrif og valda jafnvel varan­legum örkumlum. „Alvarlegt slys“ er afar gildishlaðið hugtak og þegar þetta er allt flokkað saman gefur það minniháttar slysum allt of mikið vægi, jafnvel sama vægi og dauðs­fall í súluritinu hér fyrir ofan.

Kökuritið úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgöngu­slysa um hjólreiðaslys 2005-10 sýnir hinsvegar að samkvæmt áverkastigs aðferðafræðinni (AIS) lenti ekkert þeirra slysa í flokkunum Alvarlegt. Heldur ekki  Lífshættulegt eða Leiðir til andláts. 70% þessara „alvarlegu slysa“ voru flokkuð í létt­vægasta flokkinn Lítið sem gæti t.d. átt við tognun á ökkla. 29% í Meðal, t.d. brot á úlnlið og 1% í flokkinn Mikið; t.d. áverkaloftbrjóst.

Hjólreiðaslys á Íslandi

Af fyrirsögnum fjölmiðla sem fjölluðu um skýrsluna mátti ætla að  hjólreiðar hefðu aldrei verið hættulegri og að hundruð hjól­reiðamanna slösuðust alvarlega  hér­lendis á ári hverju. Lítið sem ekkert var minnst á hversu ein­staklega öruggur þessi farar­máti er í saman­­burði við aðra hérlendis og vantar þó að ekki eru flokkaðir frá venjulegum samgönguhjólreiðum allir þeir sem slasast við leik, æfingar eða þáttöku í keppnissporti eða í áhættusporti.

Slys með alvarlegum meiðslum

Fréttirnar  tóku ekkert tillit til marg­földunar hjólandi umferðar  sem sést vel í þessu súlu­riti úr Samgönguáætlun. Til að bera saman slysa­hættu fararmátans milli ára þarf að skoða fjölda slysa í hlutfalli við fjölda þeirra sem hjóla sama ár.

Hjólatalning

Mynd 1 og 2: 

Efla - Janúar 2015 - Heimildaverkefni unnið fyrir styrk frá rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar
http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/oryggi_umferd_hjolreid_gatnamot/$file/%C3%96ryggi%20og%20umfer%C3%B0%20hj%C3%B3lrei%C3%B0amanna%20um%20gatnam%C3%B3t%20.pdf

Mynd 10:

Hjólreiðaslys á Íslandi - Gefin út af Rannsóknarnefnd samgönguslysa í október 2014
http://ww2.rnu.is/Files/Skra_0068693.pdf

Mynd: Fjöldi hjólreiðamanna:

Samgönguáætlun 2015-2026 - MARKMIÐ OG ÁHERSLUR
Ásta Þorleifsdóttir, innanríkisráðuneyti
 
https://www.innanrikisraduneyti.is/media/frettir-2015/Asta-Thorleifsdottir.pdf 

Hjólhesturinn 1. tbl. 24. árg. mars 2015