Orðanotkun við skráningu slysa hefur oft verið gagnrýnd. Þar eru lögð að jöfnu minniháttar slys svo sem brotinn putti sem engin varanleg áhrif hafa á heilsu viðkomandi og þau sem hafa veruleg áhrif og valda jafnvel varanlegum örkumlum. „Alvarlegt slys“ er afar gildishlaðið hugtak og þegar þetta er allt flokkað saman gefur það minniháttar slysum allt of mikið vægi, jafnvel sama vægi og dauðsfall í súluritinu hér fyrir ofan.
Kökuritið úr skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um hjólreiðaslys 2005-10 sýnir hinsvegar að samkvæmt áverkastigs aðferðafræðinni (AIS) lenti ekkert þeirra slysa í flokkunum Alvarlegt. Heldur ekki Lífshættulegt eða Leiðir til andláts. 70% þessara „alvarlegu slysa“ voru flokkuð í léttvægasta flokkinn Lítið sem gæti t.d. átt við tognun á ökkla. 29% í Meðal, t.d. brot á úlnlið og 1% í flokkinn Mikið; t.d. áverkaloftbrjóst.
Af fyrirsögnum fjölmiðla sem fjölluðu um skýrsluna mátti ætla að hjólreiðar hefðu aldrei verið hættulegri og að hundruð hjólreiðamanna slösuðust alvarlega hérlendis á ári hverju. Lítið sem ekkert var minnst á hversu einstaklega öruggur þessi fararmáti er í samanburði við aðra hérlendis og vantar þó að ekki eru flokkaðir frá venjulegum samgönguhjólreiðum allir þeir sem slasast við leik, æfingar eða þáttöku í keppnissporti eða í áhættusporti.
Fréttirnar tóku ekkert tillit til margföldunar hjólandi umferðar sem sést vel í þessu súluriti úr Samgönguáætlun. Til að bera saman slysahættu fararmátans milli ára þarf að skoða fjölda slysa í hlutfalli við fjölda þeirra sem hjóla sama ár.
Mynd 1 og 2:
http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/oryggi_umferd_hjolreid_gatnamot/$file/%C3%96ryggi%20og%20umfer%C3%B0%20hj%C3%B3lrei%C3%B0amanna%20um%20gatnam%C3%B3t%20.pdf
Mynd 10:
Hjólreiðaslys á Íslandi - Gefin út af Rannsóknarnefnd samgönguslysa í október 2014
http://ww2.rnu.is/Files/Skra_0068693.pdf
Mynd: Fjöldi hjólreiðamanna:
Hjólhesturinn 1. tbl. 24. árg. mars 2015