Hér er myndband frá deginum:
Páll Guðjónsson
Hjólhesturinn 1. tbl. 24. árg. mars 2015
Það er árangursríkara að hvetja en skipa fyrir og með það að leiðarljósi stóðu Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi fyrir jákvæðu átaki síðasta desember til að hvetja fólk til að huga að ljósabúnaði reiðhjólsins. Fylgst var með ljósabúnaði þeirra sem leið áttu framhjá og ef vantaði ljós að framan eða aftan var því kippt í liðinn á staðnum af vösku liði sjálfboðaliða sem settu ljós á hjólin. Það tók þó dágóða stund að koma öllum ljósunum út því flestir voru alveg til fyrirmyndar í umferðinni. Reiðhjólaverslunin Örninn gaf fimmtán sett af fram- og afturljósum í átakið.
Hér er myndband frá deginum:
Páll Guðjónsson
Hjólhesturinn 1. tbl. 24. árg. mars 2015