Ein af merkilegri hjólakonum okkar tíma, Unnur Sólrún Bragadóttir, sendi frá sér í vikunni ljóðabókina ”kærleikskitl ljóð – óbærileg lífshamingja” þar sem finna má þetta skondna ljóð hennar um Hjólhestinn. Unnur Sólrún er best þekkt í röðum hjólafólks fyrir stofnun og rekstur sinn á Hjólaríinu í Snælandsskóla. Þar koma nemendur skólans saman og tæta sundur hjól. Svo er tekið til við að pússa og mála og að lokum eru sett saman ný hjól úr því sem eitt sinn beið á Sorpu eftir að verða urðað með öðrum málmum.