- Details
- Björn Finnsson
Að loknu sumri
Haustar að og húmið seyðir
horfa menn á fleiri leiðir.
Nám og skólar, nautnir fanga
nú fá hjól í skjóli að hanga.
Með þessum línum vil ég þakka öllum þeim sem glatt hafa sjálfa sig og mig, við hjólreiðar hvert þriðjudagskvöld í 5 mánuði, fyrir ánægjustundir í góðu veðri og fjölbreyttu umhverfi. Við höfum víða farið en trúlega er þó minnisstæðust hjólaferðin í Viðey. Ystu mörk ferðasumarssins voru að öðru leiti Álftanes - Heiðmörk - Hafravatn - Geldinganes. Það er notalegt að hjóla með góðu fólki og njóta náttúru og veðurblíðu í og við borgina, það vita þeir einir er komu með.
Allir þeir sem ekki komu með
og ekki gátu sálu sinni léð
sumarstund í hjólagleði.
Munu geta magnað sína sál
svo borið geti á bál
böl og leti.
Björn Finnsson