Smellið á mynd til að sjá hana í fullri stærð. Síðan má velja sjálfvirka myndasýningu eða flétta, einnig að hafa myndina yfir allan skjáinn og að deila stakri mynd á Facebook, G+, Twitter og fl.

{oziogallery 446}

 

Svona var ferðin auglýst:

Helgina 20.-21.september næstkomandi er fyrirhuguð haustlitaferð Fjallahjólaklúbbsins í Þórsmörk. Áætlað er að hjóla frá Seljalandsfossi inn í Goðaland að Básum, skála Útivistar og til baka næsta dag. Gist verður eina nótt í skálanum í Básum.

Nánari ferðalýsing: Laugardaginn 20 september verður sameinast í bíla við bensínstöð Olís, Norðlingabraut. Mæting 9:30, lagt af stað kl 10:00 Reiðhjól og farangur verður fluttur á kerru með fylgdarbíl. Ekið verður sem leið liggur austur fyrir fjall, yfir Markarfljótsbrú gegnt Seljalandsmúla að Seljalandsfossi þar sem bílar verða skildir eftir. Hjólað eftir grýttum slóða um það bil 150 m hækkun inn að Básum. Fara þarf yfir nokkrar ár og læki á leiðinni og kemur fylgdarbílstjóri til með að aðstoða við að fara yfir ár ef þess gerist þörf. Leiðin inn að Básum er um 30 km löng.

 

Hópurinn mun borða saman lambalæri um kvöldið og hafragraut um morguninn. Hver og einn sér um sitt nesti báða dagana. Möguleiki er fyrir fólk að fara í stuttar gönguferðir eða hjóla um Goðaland eða inn í Þórsmörk en þær ferðir eru ekki skipulagðar af Klúbbnum. Leggjum af stað hjólandi frá Básum kl 13:00 á sunnudaginn. Ekið verður til Reykjavíkur með viðkomu í sundlaug á Hellu þar sem ferðarykið verður skolað af mannskapnum.