Markmið námskeiðsins er að kenna jafnvægi og stjórnun og sýna möguleika hjólsins sem leiktækis. Blandað er saman skemmtilegri sýnikennslu við hjólaþrautir sem börnin leysa með áherslu á athygli og einbeitingu.
Verkefnið hefur fengið styrk frá ÍTR í samvinnu við Vesturgarð, þjónustumiðstöð Vesturbæjar, og verður haldið áfram með fleiri námskeið í vesturbæ næsta haust.
Það var líf og fjör á námskeiðunum eins og sést á þessum svipmyndum sem Óskar Jónasson og Guðrún Linda Sverrisdóttir, kennari í Vesturbæjarskóla, tóku.
{gallery}/stories/2013/hjolaleikni{/gallery}