- Details
- Ferðanefndin
Þriðjudagsferð Elliðavatnshringur 22. júlí 2008
Farinn var hringur um Elliðavatn í þriðjudagskvöldferðinni í gær. Um daginn var veðrið ekki með besta móti, en eins og svo oft áður lygndi með kvöldinu og stytti upp. Við fengum meira að segja kvöldsól. Mikið fuglalíf er á svæðinu og sáum við meðal annars; himbrima og svana parið með ungana sem hefur verið umtalað í fréttum undanfarið. Ungarnir voru reyndar ekki nema 3 en feitir og pattaralegir.
Við vorum góður hópur sem áttum mjög góða stund við Heiðmörkina í gærkvöldi. Stopp var gert á mörgum stöðum til að njóta kyrrðarinnar, svo dagskráin teygðist aðeins. Lauk því ferðinni ekki fyrr en rétt rúmlega 10.
Ferðanefndin.