Hjólferð til Skotlands 27. ágúst - 5. september
   Áætlunin hljómar svona:

27. ágúst 

Flogið Keflavík - Glasgow FI430 brottför - 07:20 koma 10:25 (2klst 5mín) Rúta sækir okkur á flugvellinum og keyrt er beint til Achnasheen þar sem við gistum.

28. ágúst

Hjólaum norðvestur í gegnum smábæinn Gairloch og og síðam áfram norður þangað til við komumst ekki lengra! Gistum í vita, höfum aðgang að eldhúsi. (Ca. 65 km dagleið)

29. ágúst 

Hjólum/göngum fyrir nesið og hjólum svo til Dundonnell. Þaðan tökum við slóða í gegnum skóg og síðan tökum við bát yfir Loch Broom til Ullapool. Gistum í farfuglaheimili. (Ca. 70 km dagleið)

30. águst 

Haldið er áfram norður og við tökum skemmtilegan veg hjá sjónum til Lochinver. Gistum í farfuglahemili 5km frá Lochinver. (Ca. 45 km dagleið)

31. ágúst 

Leiðin í dag er enn skemmtilegri en í gær. Förum til Scourie. Hægt er að stoppa á leiðinni og fara í göngutúr til að sjá hæsta foss Bretlands (sunnanmegin við Loch Glencoul hjá Kylestrome). Líklega gist í B&B. (Ca. 60 km dagleið)

1. september 

Förum í NE frá Scourie og tökum síðan veg númer A838. Við eltum svo torfæruslóð norður, í gegnum Altnaharrie þangað til allt í einu birtist gistikrá eins og vin í eyðimörkinni. Gistum í sumarbústað, við krána. (Ca. 75 km dagleið)

2. september 

Styttri dagleið í dag niður í Culrain við Lairg. Gist í Carbisdale kastala. Hægt er að skoða Shin Falls (Laxastigi). (Ca. 40 km dagleið)

3. september 

Förum í Inverness með viðkomu hjá viskí framleiðendum í Alness (Dalmore Viskí). Gistum á farfuglaheimili.

4. september 

"Frí-dagur" - hægt að versla í Inverness, skoða kastelann, reyna að finna skrímslið - "Nessy" í Loch Ness… tökum svo lestina til Glasgow seinni partinn.

5. september 

Flogið Glasgow - Keflavík FI 431 brottför - 11:15 koma 12:25 (2klst 10 mín)

 

skleid1.jpg

skleid2.jpg

skleid3.jpg

craskInn2.jpg

 

lochinvertoScourie.jpg

 

Panoramic-view-of-the-Torri.jpg

 

roadToScourie.JPG

 

ruareidhlighthouse.jpg

 

stacpollaidh1.jpg

 

drumbegroad.JPG

 


© ÍFHK 2004