Það hefur mikið verið unnið við viðgerðir á húsinu í sumar, 
t.d. sprunguviðgerðir og klæddir þakkantarnir. 



Hér eru fyrst myndir sem ég tók um morguninn og sýna 
húsið hvítt en það er grunnurinn eftir allar viðgerðirnar. 



Með stuðninginn undir miðju þakinu og súlunni þar undir voru gömlu 
stangirnar í loftinu orðnar óþarfar svo þær voru fjarlægðar um kvöldið.



Fjöldi sjálfboðaliða hjálpuðu til við að mála húsið, fleiri en ég náði á filmu.



Þessi rauði litur var valinn eftir að nokkrir litir höfðu verið prófaðir í tölvu.
Málningin var frá Hörpu sem veitti okkur málningarstyrk í fyrra.
Reykjavíkurborg sem á húsið veitti klúbbnum líka veglegan styrk til viðgerðanna.



Eftir málningarvinnuna var haldið upp á áfangann með grillveislu og 
á eftir var kynning orkudrykkjum og orkustykkjum ýmisskonar.  
Hér sést Alda formaður í málningargallanum að skipuleggja næstu atburði.

© ÍFHK

Myndir og texti: Páll Guðjónsson