Hér eru svipmyndir frá opnun hjóla- og göngustígsins í Mosfellsbæ. Það var klippt á borðann við Korpubrúna á laugardaginn 22. sept. og margir mættu og hjóluðu síðan með hópnum að íþróttamiðstöðinni í Mosfellsbænum.
Þetta var líka dagur sem notaður var víða í Evrópu til að hvetja fólk til að skilja einkabílinn eftir heima og kynna um leið hvaða aðrir valkostir eru í boði og þá umtalsverðu kosti sem þeim fylgir. Um þetta má lesa hér: www.22september.org en klúbburinn hefur líka fróðleik á íslensku um þessi málefni á vef sínum á síðu sem við köllum "Hugsað til framtíðar" Kynnið ykkur málin og myndið ykkur skoðanir byggðar á staðreyndum.
Páll Guðjónsson, vefstjóri ÍFHK
Hjóladagur í Mosfellsbæ 22. september 2001.
Hér eru svipmyndir frá opnun hjóla- og göngustígsins í Mosfellsbæ.
Það var klippt á borðann við Korpubrúna á laugardaginn 22. sept. og
margir mættu og hjóluðu síðan með hópnum að íþróttamiðstöðinni í
Mosfellsbænum.
Það var hún Ingibjörg Sólrún borgarstýra Reykjavíkur sem að opnaði brúna yfir ánna Korpu sem
nú tengir Reykjavík og Mosfellsbæ saman með göngu- og hjólreiðastíg sem liggur frá Gljúfrastein í
Mosfellsdal alla leið vestur á Seltjarnarnes.
© ÍFHK
Ljósmyndir: © Ágúst Þór Sigurjónsson, meðlimur í Tröllaklúbbnum í Mosfellsbæ.