Smellið á myndina til að flétta blaðinu. Veljið til að blaðið fylli allan skjáinn.

Ritnefndin 1995 setti nokkur met með því að gefa út stærstu blöðin fram að því og flest því Hjólhestarnir það árið telja 5 eintök. Það er samt ekki allt sem sýnist því 2. og 4. tbl. voru ekki alveg fréttablöð heldur voru þau kölluð laufblöð því einungis var um að ræða einblöðunga.

Í júní 1995 kom veglegt fréttablað þar sem Hjólhesturinn á forsíðunni syngur um sumarið meðan lóan horfir á hann ýta hjólinu sínu upp brekkuna og hugsar um orm sem aftur hugsar um stærðfræði. Hjólhelsturinn er klæddur bol með merki klúbbsins og ef rýnt er í teikninguna má greina textann "grasið er..." Kannski útskýrir það hvers vegna Hjólhesturinn ferðast með orf, ljá og hrífu. Já þær voru frumlegar myndskreytingarnar á Hjólhestinum hér áður fyrr.

Blaðið er sneysa fullt af fróðleik og skemmtun. Grein Guðrúnar sem hvetur nýliðana áfram og kveður niður mýturnar einni af annarri stendur að mestu leiti vel fyrir sínu enn þann dag í dag, því enn virðist fólk "almennt haldið veðurhræðslu og telja ennþá margir að hjól eigi að vera óhreyfð yfir vetrarmánuðina. Þegar fólk er ekki vant því að vera úti við þá virðist smá gola breytast í rok í hugum fólks og hitastig um frostmark verður að ofsakulda."

0403-gudrun.jpg

Þessa grein má nú í fyrsta skipti lesa í heild sinni á vef klúbbsins ásamt ferðasögu Snorra Gylfa frá Vestfjörðum og Karls Gíslasonar um Reykjanes . Ýmislegt hefur breyst af því sem kemur fram í þeirra sögum því ekki gengur Akraborgin lengur og herstöðinni er búið að loka.

 0403-kargi3.gif

0403-kargi.gif


Páll Guðjónsson