Smellið á myndina til að flétta blaðinu. Veljið til að blaðið fylli allan skjáinn.

 

Saga ÍFHK rifjuð  upp #8

Þegar 1. tbl. fjórða árgangs Hjólhestsins kom út í mars 1995 virtist allt vera að gerast. Blaðið var stærra en nokkru sinni eða 24 síður. Félagsmenn fengu góða athygli þegar þeir mættu í sjónvarpsþátt Hemma Gunn. Á Alþingi var lagt fram frumvarp um að reiðhjólastígar yrðu hluti að vegakerfi landsins, Reykjavíkurborg var meðlimur í samtökunum Car free cities club og gerði í fyrsta skipti ráð fyrir hjólreiðamönnum á fjárhagsáætlun.

En einhverra hluta vegna er Reykjavík ekki orðin bíllaus enn og enn vantar boðlegar hjólaleiðir meðfram mörgum helstu stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins og á milli hverfa og sveitafélaga.

Það breytir því ekki að þetta blað er fullt af góðu efni og notuðum við tækifærið og fluttum þrjár góðar greinar á vefinn með teikningum og öllu.

Fyrsta má nefna stórskemmtilega frásögn Jóns Arnar af Leppistunguleiðangri sem farinn var 1994.

0401-leppistungur1.jpg

María fjallaði um áhrif hjólreiða á líkamann - grein sem stendur vel fyrir sínu í dag.

0401-maria.jpg

Sonja Richer fjallaði svo um reiðhjól og reiðhesta í pistli sínum.

0401-reidhestar2.jpg


Páll Guðjónsson