Aðalfundur ÍFHK verður haldinn 31. okt. kl. 20 að Brekkustíg 2.
Hér með er jafnframt auglýst eftir framboðum til stjórnar klúbbsins. Þeir sem hyggja á framboð, sendi tilkynningu í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
9. grein: Stjórn félagsins skal kjörin á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnina skipa 5 menn: Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Einnig skal kjósa endurskoðanda og formenn nefnda.
Ennfremur er auglýst eftir tillögum að lagabreytingum.
Dagskrá aðalfundar:
1. Kosning fundarstjóra.
2. Skýrsla formanns.
3. Lagðir fram endurskoðaðir og áritaðir reikningar
4. Tillögur um breytingar á lögum klúbbsins.
a. Tillögur verða að hafa borist stjórn 14 dögum fyrir aðalfund.
b. Þær verða svo kynntar félagsmönnum fyrir aðalfund í tölvupósti.
5. Kosning formanns.
6. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga.
7. Nefndir mannaðar
8. Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun
9. Önnur mál.
Stjórnin.