Fös. 1. júlí.
08:30: Reykjavík - Stykkishólmur (komutími 11:00) (2800kr. ein ferð, 5200kr. fram og til baka)
16:00: Baldur (Án bíls: 1800kr, 3600kr. fram og til baka. Ökumenn PANTA STRAX, S: 438-1450).
Stigið á sveif að bryggjunni á Brjánslæk rúmlega 19:00. Hjólað í áttina að Krossholti, (tjaldstæði 1000kr, svefnpokapláss 1000kr. (500kr f. börn), grill og lítil sundlaug á staðnum. Báðum sérstaklega um að hún verði full handa okkur.
Laugardagur:
Krossholt - Patró- Tálkn- Bíldudalur: (Tvær af auðveldari heiðum Vestfjarða).
Leggjum af stað frá Krossholti um klukkan 11:00 og hjólum yfir í Patreksfjörð. Förum upp Mikladal frá Patreksfirði og þá höfum við augun opin fyrir heitri uppsprettu sem er náttúruleg laug sem sést stundum frá veginum. Tökum veglega og sérlega afslappandi nestispásu í lauginni. Gistum á Tjaldstæðinu í Tálknafirði, ... nema ef extra töggur er á liðinu, en þá tökum við Hálfdán á þrjóskunni og gistum á Bíldudal. (hafið auka bremsupúða til taks!)
Sunnudagur:
Dólað til Bíldudals, (ef þegar á Bíldudal, ... hjólað stutt út í Ketildali), út á Bíldudalsflugvöll en Landsflug lendir 14:55, tekið á móti fleiri hjólurum. (Látið Landsflug vita fyrirfram vegna hjólanna) Brottför frá Bíldudalsflugvelli fyrir helgarhjólara 15:15. Vikuhjólarar halda áfram upp á Dynjandisheiði, og niður í Dynjandisvog. (Varhugavert að fara of hratt niður í Dynjandisvog, hafið auka bremsupúða til taks!) ATH: Vegna væntanlegs partístands (Lítil Þjóðhátíð) gistum ekki á tjaldstæðinu á Dynjanda, heldur höldum áfram í hálftíma út Urðarhlíð og komum í víðáttumikinn dal að nafni Mosdalur sem er einn afskekktasti dalur á landinu. Við tjöldum í landi Óss. Eftir að við höfum komið okkur fyrir er okkur boðið í kaffi og meðlæti að bænum.
Mánudagur:
Mosdalur - Dynjandisvogur - Mjólkárvirkjun - Hrafnseyri - Hrafnabjörg - Svalvogar.
Við þurfum að leggja snemma af stað, ekki seinna en tíu, til að ná fjörunni út af Hrafnabjörgum svo við komumst klakklaust til Svalvoga til að tjalda á útoddanum milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Háfjara í Arnarfirði er 12:37. Klukkan 15:37 er jafnvægi milli flóðs og fjöru. (Ekki gleyma myndavélinni).
Þriðjudagur - fimmtudags:
Dólað Dýrafjörð, Önundarfjörð og til Ísafjarðar.
Þriðjudagur: Svalvogar - Þingeyri - Arnarnes - Sandheiði (brött), tjaldað að Hrauni eða Sæbóli.
Miðvikudagur: Sæból - Flateyri - Göngin til Suðureyrar (eða heiðin) og kíkt á sæludaga á Suðureyri í Súgandafirði.
Fimmtudagur: Hjólað til Ísafjarðar. Flug frá Ísafirði 08:50 og 18:20
Sem kalt nesti mæli ég með: flatkökum með hangikjöti og osti, þurrkuðum ávöxtum, og kókómjólk!
Nánari upplýsingar: Sólver H. Sólversson 820-4342,
Baldur fer frá Stykkishólmi klukkan 16:00 og klukkan 19:00 leggur hann að bryggjunni á Brjánslæk.
Ég tek rútuna um morguninn klukkan 08:30 frá Umferðarmiðstöðinni.
Mín reynsla á Vestfjörðum er að partýliðið sem er að fara frá Patró-Tálkn- Bíld- og öllum hinum kaupstöðunum fara frá Vestfjörðum eftir vinnu á föstudaginn og verða því farnir framhjá Brjánslæk löngu fyrir sjö, ... þeir sem ætla að taka ferjuna suður verða þeir að vera komnir á bryggjuna þegar við komum með Baldri. Ætti því að vera frekar rólegt! Partýliðið sem ætlar að vera á vestfjörðum fer yfirleitt á Dynjanda (míní- þjóðhátíð í eyjum), ... og við munum ekkert mæta þeim! Við sem höldum áfram upp kjálkann eftir sunnudaginn, munum sennilega mæta einhverjum sem hafa verið á Dynjanda en ég fer með hópinn framhjá Dynjanda og inn í stóran dal sem heitir Mosdalur og afar vel falinn og laus við almenna umferð (hálftíma frá Dynjanda)! Ættin mín á stærstan hluta Mosdals og ef við erum fá, ... þá gistum við inni á bænum okkar Ósi. Ef hópurinn er of stór, þá er okkur boðið í vestfirskt kaffi og meðlæti eftir að við höfum tjaldað!
Fyrstu nóttina verðum við að Krossholti tæplega 18km vestur af Brjánslæk, ... leggjum af stað þaðan um 11:00 þannig að það er gott svigrúm ef þið náið ekki Baldri.
Ég legg áherslu á að hjólað sé í einfaldri röð þegar við mætum umferð sem eykur öryggi okkar til muna. Krakkar eru mjög fljótir að ná þessu upp í ósjálfráðan vana ef fyrirmyndirnar fylgja þessu atriði.
Kveðja Sólver
© ÍFHK 2005
- Details
- Sólver H. Sólversson