Á SUMU MÁ SIGRAST
„Auk þessa gríðarlega áfalls sem sjúkdómurinn er, þá er baráttan við hann kostnaðarsöm og við þetta bætast peningaáhyggjur. Þess vegna langaði mig til þess að gera eitthvað til að verða að liði.“ Þetta segir Einar Þ. Samúelsson, tæplega fertugur fjölskyldumaður úr Kópavogi, sem 2. júlí næstkomandi, heldur af stað hjólandi í hringferð um landið.
Tilgangurinn er að safna áheitum til styrktar Kristni Guðmundssyni og aðstandendum systur hans, Bjargar Guðmundsdóttur. Þau Björg og Kristinn hafa bæði hafa glímt við hinn banvæna MND sjúkdóm, sem veldur ólæknandi taugahrörnun.
Gengur í erfiðir
Björg lést úr krabbameini 7. júní síðastliðinn eftir að hafa háð erfiða baráttu við bæði krabbameinið og MND. Kristinn glímir enn við MND. Hann er bundinn við hjólastól og er algjörlega upp á aðra kominn.
MND virðist ganga í erfðum innan móðurfjölskyldu Einars. Hulda, systir Bjargar og Kristsins, hefur einnig greinst með sjúkdóminn. Hún er blessunarlega einkennalaus og, sem betur fer, fá hann ekki allir í fjölskyldunni.
Fagnar afmæli sonarins á hringveginum
Einar er systursonur þessa fólks. Hann er þriggja barna faðir úr Kópavogi og rekur litla auglýsingastofu. Hann hefur hjólað nokkuð, sérstaklega frá hruni, þegar bensínverð tók kipp upp á við. Hann áætlar að hringferðin taki hálfan mánuð en hann mun fagna eins árs afmæli yngsta sonar síns á Akureyri, gangi ferðin samkvæmt áætlun.
Einar leggur af stað í hringferðina frá Furulundi í Heiðmörk laugardaginn 2. júlí, kl. 7.
Króna á hvern kílómetra
Hægt er að heita á Einar með því að hringja eða senda sms í númerið 904 1407. Með því er gefin ein króna fyrir hvern kílómetra sem Einar hjólar, alls 1407 krónur. Sú er lengd hringvegarins með Hvalfirði, en hann mun Einar hjóla allan.
Fylgstu með á netinu
Verkefnið hefur fengið nafnið „Á sumu má sigrast“ og má finna allt um það auk leiðarinnar sem Einar hjólar og áningarstöða á heimasíðunni: http://www.asumumasigrast.is <http://www.asumumasigrast.is> . Einnig má fylgjast með á Facebook: http://www.facebook.com/asumumasigrast
Nánari upplýsingar veitir Einar Þ. Samúelsson í síma 691 0171 og í tölvupósti: