Nú eru liðin nokkur ár frá því að Óskar D. Ólafsson skráði sögu reiðhjólsins á Íslandi. Þar náði hann rétt í skottið á kynslóð sem upplifði reiðhjólið sem faratæki, atvinnutæki og atvinnutækifæri (sjá nánar á heimasíðu klúbbins www.mmedia.is/ifhk). Það má þó ekki taka því sem svo, að þar með hafi heimildasöfnuninni verið lokið. Ef þú, lesandi góður, átt einhvern ættingja eða vini sem sagt geta frá ferðalögum á reiðhjólum, af daglegri notkun reiðhjólsins eða einhverju öðru sem tengist reiðhjólum, þá væri það vel þegið. Við, sem höfum reynt að halda í sögu reiðhjólsins og í þá menningu sem henni fylgir, höfum oftsinnis lent í því að heyra fólk segja; "Það var ekkert merkilegt sem gerðist …" en það kom svo í ljós, að það var stór merkilegt eftir allt saman.
Svo eru það allar persónurnar sem fortíðin geymir en heimska okkar gleymir. Hver man eftir Lalla Tíkalli, sem hafði hjólreiðaverkstæði í bílskúr í Mosgerði eða Melgerði? Allar hans viðgerðir kostuðu 10 kr. (nú 10 aura) eða svo var sagt og var hann með þetta verkstæði snemma á áttunda áratugnum. Það er mér minnistætt, að hægt var að fá hjá honum fánastangir með íslenska fánanum sem fest var á naföxlanna. Þar með breyttist tékkneska Velamos hjólið úr skröltandi hjólatík í skínandi fánaborg. Þvílík gæfa að fá að líða um göturnar á slíkum farkosti! Ef þú veist meira um Lalla Tíkall, þá endilega láttu okkur vita.
Svo sárvantar okkur myndir og eru allar myndir vel þegnar, hversu „ómerkilegar" sem ykkur kunna að þykja þær. Það getur t.d. verið mynd af barni, manni eða konu á reiðhjóli fyrir 20 árum, fyrir 40 árum, á ferðalagi, í leik eða á leið til vinnu, allt er áhugavert. Klúbburinn hefur nægan tækjakost til að skanna myndir og allar gerðir filma. Takið nú fram gömlu myndaalbúmin og leitið. Finnið þið mynd, skrifið þá endilega með hverjir eru á myndinni, hvenær hún er tekin og hvar. Gerðu þig og þína ógleymanlega á afskaplega einfaldan hátt.
Sendið tölvupóst til
Kveðja, Mberg