Viðburðir annarra

Atburðaalmanak

Skoða allt árið Skoða mánuðinn Skoða viku Skoða daginn í dag Leita Velja mánuð
Hjólaleiðsögn um Suðurströndina á Alþjóðlegum degi reiðhjólsins
Mánudagur 03 júní 2019

Hjólaleiðsögn um Suðurströndina á Alþjóðlegum degi reiðhjólsins, 18:00 - 19:30.

Hjólafærni, Listasafn Reykjavíkur og Landssamtök hjólreiðamanna taka höndum saman og bjóða upp á hjólatúr með leiðsögn. Í sumar verður hjólað á milli listaverka á mismunandi stöðum í Reykjavík og að þessu sinni verður hjólað um Suðurströnd Reykavíkur. Staldrað verður við verk og staði og sagt frá því sem fyrir augu ber.

Hjólafærni miðar að því að efla hjólreiðamenningu með fræðslu, skemmtun og Landssamtök hjólreiðamanna standa vörðinn í hagsmunabaráttu fyrir hjólreiðafólk. Listasafn Reykjavíkur annast vel á annað hundrað útilistaverk Reykjavíkurborgar auk starfseminnar í Hafnarhúsi, Ámundarsafni og á Kjarvalsstöðum.

Hjólatúrinn hefst Á Kjarvalsstöðum og lýkur á Stúdentakjallaranum. Athugið að mæta í klæðnaði sem hæfir veðri þann daginn!

Þátttaka er öllum ókeypis.

Nánari upplýsingar: https://www.facebook.com/events/308880630054288/

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691