Ferðalög ÍFHK

Atburðaalmanak

Skoða allt árið Skoða mánuðinn Skoða viku Skoða daginn í dag Leita Velja mánuð
Siglufjarðarskarð og Kolugljúfur
From Laugardagur 06 júlí 2024 -  08:00
To Sunnudagur 07 júlí 2024 - 17:00

Hittumst í Varmahlíð kl. 16 laugardaginn 6. júlí og förum samferða út að Hraunum í Fljótum (tæplega klst akstur). Leggjum á skarðið og toppum það með glæsibrag í 630 m. hæð. Förum svo niður í Skarðsdal, borðum gott nesti og klífum upp í skarð á nýjan leik og alla leið niður í bíl. Ökum síðan í gistingu á  lóð Hulduhóls, bústaðar í nágrenni Sauðárkróks (gistum í bústaðnum sjálfum ef hann er laus) en aðgangur að klósetti og kaffihitun og öll slíku er í boði hvað sem öllu líður.

Þetta er strembin ferð, fólk þarf að vera í góðu hjóla- og gönguformi.  9 erfiðleikastig af 10. Vegalengd um 20 km.

Mögnuð saga, og landslag.

Búnaður: Hjól og viðgerðardót. Tjald, svefnpoki og dýna og mergjaða ferðaskapið. 

Fararstjóri Örlygur Sigurjónsson. 

Þar eð sama leið er farin til baka er hægt að létta leiðina með því að fara styttra upp í mót og snúa þá við.  Um leið og hópurinn kemur aftur niður, þá verðum við samferða og endum á sama tíma niðri við bílana.