Ferðalög ÍFHK

Atburðaalmanak

Skoða allt árið Skoða mánuðinn Skoða viku Skoða daginn í dag Leita Velja mánuð
Snæfellsnes
From Föstudagur 11 júní 2021
To Sunnudagur 13 júní 2021

Hjólaferðin hefst á laugardegi kl. 10:00  Þeir sem vilja reyna á sig hjóla frá Stykkishólmi, þá endar dagleiðin í 60 km, hinir hittast við vegamótin og hjóla þaðan yfir í Berserkjahraun.  Stytta hjóladaginn um 20 km.  Það verður farið í sund, og svo út að borða.  Hver og einn sér um sína gistingu, en flestir gista á tjaldsvæðinu, þar sem við verðum með kvöldvöku, gleði og glaum.  Ef einhver á gítar eða önnur hljóðfæri væri það frábært.  Á sunnudeginum tökum við tjald og annan farangur saman og keyrum suður í átt að Borgarnesi.  Stoppum á leiðinni og hjólum upp að Hítarvatni, en þar er náttúran ægifögur.  30-40 km á malarvegi. Menn muna kannski eftir Hítardal úr fréttunum, en þar féll skriða úr hlíðinni hinu megin í dalnum.  Helginni lýkur svo með hefðbundnu hamborgaraáti áður en menn skilja... ja, ekkert knús og kossar að þessu sinni, munum 2ja metra regluna og einstaklingsbundnar sóttvarnir.

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691