Ferðalög ÍFHK

Atburðaalmanak

Skoða allt árið Skoða mánuðinn Skoða viku Skoða daginn í dag Leita Velja mánuð
Snæfellsnes - helgarferð
From Laugardagur 06 júlí 2019
To Sunnudagur 07 júlí 2019

6-7 júlí verður farið á Snæfellsnes. Hjólaður hringur um Berserkjahraun og farið í sund í Stykkishólmi og svo út að borða. Kvöldvaka á tjaldsvæðinu, en þar verður gist í tjöldum. Gítarar velkomnir.

Á sunnudeginum tökum við pjönkur okkar saman og keyrum í átt til Borgarness. En áður en við snæðum þar hamborgara samkvæmt hefð, þá ætlum við að hjóla Hítardalinn, en þar voru náttúruhamfarir í fyrra. Við munum skoða skriðuna í kristilegri fjarlægð og undra okkur á ægikröftum náttúrunnar.

Erfiðleikastig 5 af 10. Fólk þarf að vera vant hjólreiðum og hafað hjólað í 1-2 klukkustundir samfleytt án vandkvæða. 40-60 km hjólaleiðir að mestu á malarvegum.

Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691