Hjólamenning er margskonar enda spannar áhugasvið hjólreiðafólks jafn
vítt svið og annars fólks. Fjallahjólaklúbburinn er alls ekki bara fyrir
þá sem hafa áhuga á fjallahjólum og því að hjóla á slíkum hjólum. Hann
rúmar öll svið og hefur verið drifkrafturinn í hagsmunagæslunni sem nú
er unnin innan Landssamtaka hjólreiðamanna þar sem ÍFHK er stærsta
aðildarfélagið.
Vefur Landssamtaka hjólreiðamanna tók verulegum breytingum fyrir tveim árum þegar hann var nútímavæddur og útfærður betur. Nú er skrefið stigið lengra með nýrri uppfærslu og glæsilegri vef hjá sambærilegum félögum er vandfundinn.
Markmiðið er að kynna og efla hjólamenningu í viðbót við hefðbundna kynningu á starfi LHM. Þarna eru fréttir í ýmsum flokkum og hér eru nokkur sýnishorn.


Þetta er til viðbótar við það sem fjallað er um á vefum klúbbanna og víðar og allt er þetta okkar hjólamenning.
Á vef ÍFHK er fjallað um starfsemi klúbbsins í víðu samhengi, fjöldi ferðasagna og tæknigreina á íslensku er aðgengilegur þar. Það hefur ýmislegt efni safnast saman þau 21 ár sem liðin eru frá því að klúbburinn var stofnaður og nú má líka lesa eldri Hjólhesta á vefnum .
Hjólreiðafélag Reykjavíkur og Hjólamenn halda utan um hjólasportið á sínum vefum og öll eru félögin með spjallsíður fyrir skoðanaskipti sem gaman er að fylgjast með gott fyrir nýliða og lengra komna að leita sér ráða þar.
Kíkið á lhm.is og síður hjólaklúbbanna sem þar er vísað á og taktu svo þátt í því starfi sem höfðar til þín.
Birtist í Hjólhestinum, fréttabréfi ÍFHK, mars 2010.
