Á Alþingi var flutt eftirfarandi tillaga:

 

Tillaga til þingsályktunar um skipan nefndar um hönnun og merkingar hjólreiðabrauta.

Flm.: Ísólfur Gylfi Pálmason, Katrín Fjeldsted, Jóhann Ársælsson, Kolbrún Halldórsdóttir, Ólafur Örn Haraldsson, Ásta Möller, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Kristján Pálsson, Einar Már Sigurðarson, Gunnar Birgisson.

Alþingi ályktar að fela samgönguráðherra að skipa nefnd til að marka stefnu um hönnun og merkingar hjólreiðabrauta í þéttbýli og dreifbýli. Tekið verði tillit til hjólreiðamanna við hönnun nýrra mannvirkja og stefnt að því að hjólreiðar verði raunhæfur kostur í samgöngu málum á Íslandi. Nefndin skili tillögum sínum fyrir 1. janúar 2002.

 

Í greinargerðinni sem fylgir segir meðal annars: 

"Markmiðið með tillögunni er að vekja athygli á hjólreiðamönnum í umferðinni, en einnig að fækka slysum og auka öryggi þeirra...Hin fjölfarna þjóðleið frá Hafnarfirði um Garðabæ, Kópavog, Reykjavík og Mosfellsbæ er stórhættuleg hjólreiðafólki, sem og gangandi vegfarendum...Því er talið að um 66% þjóðarinnar eða tveir af hverjum þremur landsmönnum eigi reiðhjól...Það er deginum ljósara að eftir því sem aðstaða hjólreiðamanna batnar hvetur það Íslend inga til að nýta sér þann skemmtilega og holla ferðamáta sem hjólreiðar eru."

Svipuð eða sama tillaga kom fram fyrir ári en var tekin út af dagskrá, sjá hér. Það er vonandi að Alþingi gefi sér smá stund til að velta þessu máli fyrir sér í ár enda snertir það, samkvæmt ofangreindu, allt að 66% þjóðarinnar.

Sjá nánar á vef Alþingis http://www.althingi.is/altext/126/s/0771.html 
PG