Undanfarin fjögur ár hafa verið haldnar nokkrar afar metnaðarfullar hjólaráðstefnur sem LHM og Hjólafærni á Íslandi hafa staðið fyrir eða komið að. Margir erlendir gestir hafa heimsótt Ísland í tengslum við þessar ráðstefnur auk fjölda íslenskra fyrirlesara. Allt hefur þetta verið tekið upp og er hægt að horfa eða hlusta á þessa fyrirlestra á vef Landssamtaka hjólreiðamanna lhm.is

Má þar minnast á Klaus Bondham for­mann Landssamtaka hjólreiðamanna í Dan­mörku sem Íslendingar geta lært margt af. Uppáhalds glæran hans fjallaði um hvernig kannanir sýndu meiri hamingju meðal þeirra sem hjóluðu en þeirra sem notuðu aðra fararmáta. Einnig höfum við fengið fleiri sérfræðinga frá Danmörk, Hollandi, Þýskalandi og víðar að sem allir hafa flutt afar athyglisverð erindi auk hinna íslensku. Látið þetta ekki framhjá ykkur fara.

-Páll Guðjónsson

Hjólhesturinn 1. tbl. 24. árg. mars 2015