Ekkert er betra en áreynsla og þor
   er orka fótanna gefur.
   Þú stígur á sveifar og stefnir, í vor
   á staði sem landið vort hefur.
   Þú skoðar og lifir í heilbrigðum heimi
   handan við ómhvellt veraldar tóm.
   Losnar við armæðu af argi og eimi
   ánægju nýtur við óbyggða róm.