Þeir Max Deiana og Alessandro Vaglini eru frá Ítalíu en hugfangnir af Íslandi. Þeir hafa komið nokkrum sinnum hingað og hjólað víða en aldrei þó jafn fáfarnar slóðir og 2012 þegar þeir fóru ásamt félaga sínum Giuseppe Uras frá Egilsstöðum þvert yfir hálendið og eftir Gæsavatnaleið inn á Sprengisandsleið eins og sjá má á kortinu.

 

tour2012.jpg

 

Þeir hafa tekið saman stutta lýsingu á ferðinni á ensku sem er áhugaverð lesning og myndirnar hafa þeir svarthvítar. Kíkið á vef þeirra Iceland in black and white og skoðið myndir úr ferð þeirra 2012 .