Framtaki Reykjavíkurborgar í gerð göngustíga og bættu aðgengi verður veitt viðurkenning í dag. Með því vilja fimm félagasamtök lýsa yfir ánægju sinni með ákvarðanir borgaryfirvalda í því að gera göngustíga í Reykjavík aðgengilega fyrir alla.

Laugavegsmálið

Þá tókst kaupmannasamtökunum við Laugaveg að koma fram vilja sínum og banna hjólreiðar við Laugaveg. í Lögbirtingarblaðinu 30. apríl 1996 birtist eftirfarandi: "Auglýsing um umferð í Reykjavík. Samkvæmt heimild í 81. gr. umferðalaga nr. 50/1987 og að fenginni tillögu borgarráðs hefur verið ákveðið bann við hjólreiðum á Laugaveg frá Hlemmi að Bankastræti og á gangstéttum í Bankastræti. Ákvörðun þessi tekur gildi 10. maí 1996."

Veðrið í sumar hefur verið alveg einstaklega gott og þá sérstaklega á suðvestur horni landsins. Fjöldi fólks hefur líka nýtt sér þetta veður og farið á milli staða á reiðhjóli. Þó eru þeir margir sem gjarnan vildu nota hjólið, en treysta sér ekki til þess þar sem aðstaða fyrir hjólreiðamenn er engin. Í þeim efnum er skipulag höfuðborgarsvæðisins algjört klúður. Það er ekki víst að allir hafi hugleitt hvað hægt er að gera til að bæta ástandið. En þeir sem hjólað hafa erlendis og kynnt sér þessi mál vita að hér þarf að taka til hendinni.

Stjórnvöld hafa lítinn áhuga á að bæta þessi mál vegna þekkingarleysis og svo eru margir sterkir aðilar sem frekar vilja auka velferð einkabílsins. Vissulega skapa stórbrotnar vegaframkvæmdir atvinnu fyrir verktaka sem ausið hafa peningum í stórvirk jarðvinnslutæki.