Iceland ExplorerOkkur hérna á ferðaskrifstofunni Íslandsvinum / Iceland Explorer að Reykjavíkurvegi 64, Hafnarf. langar að senda ykkur upplýsingar um hjólaferð sem við erum með til Toscana á Ítalíu í lok maí. Sjá nánari lýsingu hér.  Í burðarliðnum er svo líka ferð um Kvarnerflóann í Króatíu fyrrihluta september og nánari upplýsingar um þá ferð eru væntanlegar um miðja mars.

FjallakofinnEinnig er hér á sama stað útivistarvörubúðin Fjallakofinn sem selur ýmislegt sem hentar reiðhjólafólkinu ekki síður en öðru útvistarfólki. Má þar nefna Merinoullarnærföt og sokka af ýmsum gerðum frá Smartwool; Scarpa skó; fatnað, bakpoka, hanska, húfur (m.a. lambhúshettur og húfur undir hjálma) o.fl. frá Marmot; og síðast, en ekki síst, Löffler sem er með afskaplega lipran og þægilegan fatnað fyrir skokkara, gönguskíðafólk og hjólafólk. Þaðan fáum við m.a. hjólabuxur fyrir bæði kynin í vor. Við bjóðum félögum í IFHK 10% staðgreiðsluafslátt (peningar eða Debetkort) og 5% afslátt með Kreditkorti.

Hjólað með Dóná - Myndakvöld Íslenska fjallahjólaklúbbsins.

Skemmtilegt ævintýr 6 manna fjölskyldu verður til kynningar á myndakvöldi Íslenska fjallahjólaklúbbsins nk. fimmtudag, 6. mars. Kjartan Guðnason ætlar að kynna í máli og myndum ferðalag fjölskyldunnar frá liðnu sumri þegar hún hjólaði saman frá Passau í Þýskalandi til Vínar í Austurríki. Hjólað var í 9 daga eftir einni þekktustu og elstu hjólaleið Evrópu, Donauradweg Passau * Vín.

Myndakvöldið verður í húsnæði ÍFHK að Brekkustíg 2. Húsið opnar kl. 20 og boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Allir velkomnir.

Nánari upplýsingar veitir Sesselja Traustadóttir s. 864 2776 og Kjartan Guðnason s. 895 9020

mynd úr ferðmynd úr ferðmynd úr ferð
Fararstjórarnir Alda og Kristín koma til okkar í klúbbhúsið og kynna þær hjólaferðir sem Úrval-Útsýn bjóða uppá í sumar. Einnig verða þær með fjölda ljósmynda úr fyrri ferðum. Brekkustígur 2, kl 20 21. febrúar.°

  mynd úr ferðmynd úr ferð

Hjólareinin í LönguhlíðNú er komin ný skoðanakönnun þar sem við forvitnumst um hvernig staðið er að snjóruðningi á þeim leiðum sem þið þurfið að komast. Þessi mynd var tekin í Lönguhlíð 9. febrúar og þar var ekkert mokað af hjólareininni svokölluðu enda kannski erfitt eins og hún er hönnuð.

Það var fjölmennt á Vetrarhátíð í Perlunni þar sem Fjallahjólaklúbburinn, HFR og fleiri tóku þátt. Vetrarhjólreiðabúnaður var kynntur og keppt í því að hjóla niður tröppurnar og að stökkva á hjólum meðal annars. Verslanirnar Örninn og Markið kynntu nagladekk, ljósabúnað og klæðnað til hjólreiða að vetrarlagi.

Á vef HFR er að finna nánari lýsingu á keppnunum og fullt af myndum frá þeim. 

Smellið hér til að sjá myndir frá deginum.

 

Nú stendur yfir vetrarhátíð í Reykjavík og verða reiðhjól áberandi á þeirri hátíð á laugardaginn í Perlunni þegar vetrarhjólreiðabúnaður verður kynntur, keppt í hástökki á BMX hjólum og bruni niður tröppurnar í Perlunni. Dagskráin stendur yfir milli 13 og 15.

 Það var rífandi stemmning í gærkvöldi þegar góður hópur kom saman á brekkustígnum. Við horfðum saman á myndina “The science of mountain biking”. Myndin er heimildamynd um tvo garpa sem í fara saman til Suður ameríku til að sigrast á áskorunum í fjallahjólaíþróttinni en þó með mjög ólíkum hætti. Markmið annars er að hjóla upp brekkurnar í Andesfjöllunum á meðan hinn er að leitast eftir því að hjóla niður með tilheyrandi látum.

Þetta var alveg hreint hin ágætast skemmtun og vonadi að við getum endurtekið þetta fljótlega með fleiri myndum.

Af gefnu tilefni viljum við benda öllum sem áhuga hafa á starfi klúbbsins að öllum er frjálst að koma til okkar í klúbbhúsið á opin hús og aðra viðburði. Ekki er nauðsynlegt að vera meðlimur til að taka þátt í starfi klúbbsins. 

Forgangsakreinin að Hlemm Nú liggur fyrir Alþingi fumvarp um að banna eigi umferð hjólafólks á forgangsakreinum eins og þessari á myndinni ásamt sektum við broti þar á.

Landsamtök hjólreiðamanna, sem ÍFHK er aðili að, sendi inn umsögn vegna frumvarpsins og leggur til að hjólafólki verði veittur forgangur í umferðinni með þessum forgangsakreinum og bent á hættur þess að vera með bílaumferð beggja vegna við sig á annarri akreininni. Sem fylgiskjal var send umfjöllun John Franklin um þversagnir í öryggismálum hjólafólks þar sem meðal annars er fjallað um forgangsakreinar. Það verður forvitnilegt að fylgjast með hvernig þessi ríkisstjórn bregst við, hvort hún vill stuðla að bættri aðstöðu til hjólreiða á Íslandi eða fæla fólk frá hjólreiðum með þessu banni.

Við viljum minna á dagskrárliði í samgönguviku sem hjólreiðafólk ætti alls ekki að missa af.
Að þessu sinni hafa Landssamtök hjólreiðamanna fengið tvo fyrirlesara til landsins.
Annars vegar er það John Franklin, sem er sérfræðingur í umferðaröryggi hjólreiðafólks, og hins vegar Juliane Neuß sem er sérfræðingur í hönnun reiðhjóla. Fyrirlestur hennar mun fjalla um vistfræði hjólreiða og hvernig koma má í veg fyrir t.d. hné- og bakverki vegna hjólreiða.
Takið frá næstkomandi þriðjudagskvöld, fimmtudagskvöld sem og föstudag.
Á laugardeginum verður svo mikið um að vera, þar á meðal er hin árvissa ,,Hjólalest" sem og Tjarnarspretturinn
Nánari upplýsingar er að finna á vef Landssamtaka hjólreiðamanna hér


Hjólakveðja
Stjórnin

Landssamtök hjólreiðamanna
http://hjol.org

Velkomin á nýjan vef ÍFHK.  Íslenski fjallahjólaklúbburinn opnaði fyrst heimasíðu fyrir 10 árum og þótti mörgum tími til kominn að hressa aðeins upp á hana. Við viljum þó ekki kasta út öllu gamla efninu enda ótrúlega mikið af góðum greinum og ferðasögum þar á meðal sem er tímalaust efni og alltaf jafn skemmtilegt og fróðlegt. Fyrst um sinn er því fléttað saman nýju og eldra efni en vefurinn verður þróaður betur í vetur.

Það er margt nýtt sem þetta vefumsjónarkerfi býður upp á svo sem að menn gerist pennar og setji inn efni milliliðalaust eða eftir yfirferð ritstjóra. Einnig söfnum við saman á einn stað úrdráttum úr bloggi nokkurra bloggara sem fjalla oft um hjólreiðar og umferðarmál. Sendið okkur endilega ábendingar um fleiri blogg og vefi sem vert er að bæta við, ef síðan er með RSS þá má birta úrdrættina beint hér á vefnum undir Umræðunni en annars bara í tenglasafninu.

Það sést alltaf hvað er næst á dagskránni hér efst og því auðvelt að sjá nýja atburði sem stundum er skotið inn með stuttum fyrirvara og eru ekki í prentaðri dagskrá. Við getum nú líka auðveldlega gert skoðanakannanir.

Föstudagskvöld 24. águst verður farið hjólandi (eða akandi með hjólið) til Þingvalla og tjaldað nærri þjónustumiðstöðinni þar sem Helgi og Sigga fararstjórar munu sjá um “tjaldvöku” í fellihýsi fram eftir kvöldi.

Helgina 29. júní -1. júlí stendur ÍFHK fyrir hjólaferð í kringum Skorradalsvatn. (ATH. Undirstrikaðar Breytingar frá fyrri auglýsingum) Umsjón: Fjölnir. S:840 3299.

Lagt verður af stað kl 10:00 laugardagsmorguninn 30. júní, frá bænum Fitjum sem er innst í Skorradal. Þetta er létt ferð þar sem leiðin er ekki nema 43km og farangurinn aðeins hlífðarföt og nesti. Fáar brekkur eru á leiðinni því hún liggur jú við vatnið. Hægt verður að gista báðar næturnar að Fitjum í tjöldum eða í svefnpokaplássi. Ég mæli með tjaldsvæðinu en ef illa viðrar er lítið mál að komast í húsaskjól. Við fáum grillaðstöðu og hægt verður að koma með grillkjöt til að grilla eftir hjóltúrinn. Verðinu á gistingu og aðstöðu er mjög stillt í hóf, en það kemur betur í ljós þegar næst að áætla fjölda ferðafélaga. Áætlað er að fara í sund seinnipart laugardags eftir hjóltúrinn í Hreppslaug (eða á Varmalandi) en þar eru mjög "kósí" sveitasundlaugar.

   Námskeið í undirbúningi ferðalaga á reiðhjóli
  
Næstkomandi fimmtudagskvöld verður haldið námskeið í undirbúningi ferðalaga á reiðhjóli. Verður það haldið í klúbbhúsinu að Brekkustíg 2, kl. 20:00. Námskeiðið er tilvalið fyrir alla þá sem hafa hug á að fara stuttar sem langar ferðir á reiðhjóli á komandi sumri.

   Nesjavallaferð 
   Létt ferð fyrir flesta sem stundað hafa einhverjar hjólreiðar. Þetta verður ógleymanleg helgarferð sem enginn má missa af. Á laugardagsmorgni mæta allir á kjörstað og kjósa þann flokk sem lofað hefur að bæta aðstöðu hjólreiðafólks. Síðan mætum við á bílastæðið við Árbæjarsafn kl. 13:00 og hjólum sem leið liggur til Nesjavalla. Þar verður grillað. Fólk getur einnig sleppt allri matseld og keypt pastarétt að hætti Nesbúðarbónda. Að vanda verður farið í heita pottinn og tekist á um landsmálinn. Síðan mun verða fylgst með Evróvision og kosningavöku fram á nótt. Á sunnudeginum verður hjólað til baka. Trússbíll verður með í för en þó er mælt með því að fólk noti hér tækifærið til að prófa ferðabúnað sinn.
   Svefnpokapláss er á kr 2.600 á mann, með morgunverði (venjulega kr. 3.400). Ef þið viljið uppábúið, þá kostar eins manns með sameiginlegu baði kr 5.500. Með baði kostar herbergið uppábúið kr 8.000. Tveggja manna uppábúið herbergi með sameiginlegu baði kostar kr 7.000 og með baði kr 9.500. Morgunverður innifalinn. Pastarétturinn kostar kr 1000 á mann, en auk þess er auðvitað hægt að fá aðra og meiri rétti. Fólk er hvatt til að panta gistinguna sem fyrst hjá Guðmundi í Nesbúð 482-3415.
   Til að auðvelda allt skipulag þá er fólk hvatt til að senda Magnúsi Bergssyni tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 616-2904.
   Magnús Bergs 8/5/2007

Yfirlit yfir nýjasta efnið í hverjum flokki.
Veljið flokk úr valmynd til að sjá allt efni.

 

      

 

   Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) héldu ársþing sitt 24. febrúar 2005 eftir annríkt baráttuár. Talsvert hafði verið um fundi, kynningar og ráðstefnur, bréfa- og blaðaskrif auk þess sem talsverður tími fór í að kynna sér málefni hjólreiðamanna erlendis. Á ársþinginu urðu smávægilegar hræringar í stjórn auk þess sem nýtt fólk kom inn.