Lagt af stað frá Árbæjarsafni kl 10:00 laugardagsmorgun. Hjólað er til Úlfljósvatns um Nesjavallaleið. Gist á Úlfljótsvatni í tjöldum en hægt er að fá innigistingu á vægu verði en hana þarf að panta hjá Heiðari: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða s: 898 0282. Farangur verður trússaður inneftir þannig að þetta er létt ferð og fjölskylduvæn.

Úlfljótsvatnshlaupið verður á laugardagsmorgninum og er öllum heimil þátttaka. Hlaupavegalengdin er um 25.km. Þannig að þeir sem vilja geta farið inneftir á föstudeginum og tekið þátt í hlaupinu og hjólað með hópnum til baka á sunnudeginum.  bara hugmynd...
Það er góður möguleiki að hjóla leiðina ef áhugi er fyrir því að hlaupinu loknu. Leiðin er stikuð.

Einnig er á staðnum lítið vatna-safary í líkingu við Wipaut, sem gaman er að þegar hlýtt er í veðri.

Nánari upplýsingar um svæðið á heimasíðu Úlfljótsvatns www.ulfljotsvatn.is

Nánari upplýsingar veitir Björgvin í síma:662 6440  


Ferðanefnd.