Fjallafjör býður félagsmönnum IFHK 10% afslátt í nýjan Rafhjólahóp. Félagsmenn nota afsláttarkóðann „IFHK-RAF“ til að fá 10% afslátt.

Fjallafjör býður nú upp á spennandi rafhjólahóp. "Viðraðu magnaða fákinn og komdu með í skemmtilegar hjólaferðir með Fjallafjöri. Ferðirnar eru af gráðun 1-2 og henta flestum sem á annað borð geta ferðast á fjölbreyttu undirlagi á rafhjólinu sínu. Hér er áherslan á að njóta samverunnar í náttúrunni og þess skemmtilega ferðamáta sem rafhjólin bjóða uppá.

Rík áhersla er lögð á liðsheild, samheldni, kærleika og gleði í öllum ferðum Fjallafjörs."

Nánari upplýsingar: www.fjallafjor.is/rafhjol