Það verður hóflega hjólað en hraustlega tekið til matar og drykkjar.  Heiti potturinn óspart notaður og þeir sem vilja kynna sér innri viði Fjallahjólaklúbbsins eru hvattir til að taka þátt. 

Hvað getur þú gert til að gera skemmtilegan hjólaklúbb enn betri.  Það tekur um 90 mínútur að aka að bústaðnum og við getum verið þar fram á sunnudagseftirmiðdag. 

Það verður sameiginleg máltíð á laugardagskvöldið og hafragrautur í morgunmat báða dagana.  Hjólaleiðir verða ekki skipulagðar fyrr en við sjáum hvernig færðin verður. 

Á þessum Facebook viðburði má sjá nánari upplýsingar þegar nær dregur: Helgarferð 14 janúar 2022.  Úthlíð.