fb-tweedrunreykjavik.jpgFyrirhuguð er skrúðreið um borgina þar sem fólk hjólar um í sínu fínasta pússi, helst tweed fatnaði eða álíka klassískum fatnaði. Fjölmennum og tökum þátt í þessum skemmtilega viðburði. Hér er kynningartexti af kynningarsíðu viðburðarins:

Tweed Run í Reykjavík. Laugardaginn 16.6.2012. Mæting Kl.14. Hallgrímskirkja

Árið 2009 tóku reiðhjóláhugamenn í London sig saman og stóðu fyrir óphjólreiðum í borginni. Þessi atburður var þó ekki bara að koma saman og jóla, heldur klæddu þáttakendur sig í klassísk föt og draktir í anda breskra hefðamanna og – kvenna. Hjólin sem hjólað var á voru á sama hátt klassísk og irðuleg borgarhjól.

Nú er komið að Reykjavík

Fyrirhugað er að halda þennan viðburð þann 16. Júni næstkomandi, hjóla um miðbæ Reykjavíkur og enda í síðdegishressingu í breskum anda. Verðlaun verða veitt fyrir bestklædda herran og dömuna sem og fyrir glæsilegasta fararskjótan.

Herrar og dömur Reykjavíkur eru hvött til að fara í Tweed jakkana og draktirnar eða annan álíka klassískan fatnað, mæta í hjólreiðaförina í sumar og ljá borginni fagurt og glæsilegt yfirbragð. Skráning og nánari upplýsingar á facebook síðu TweedRun Reykjavík.

Sjá einnig viðtal við félagana Alexander Schepsky og Jón Gunnar Tynes Ólasson sem standa fyrir þessum skemmtilega viðburði á visir.is.

 

fb-tweedrunreykjavik.jpg