Hjólaferð um hálfan Kjalveg helgina 4-5 september. Allt með á hjólunum. 200km leið á tveim dögum. Ferð fyrir vana og sjálfstæða hjólara. Verð 6000.- í rútuna.

Stuttur fyrirvari, en við ákváðum þrjár kjellingar að skella okkur upp á Hveravelli á laugardaginn og hjóla í bæinn á tveimur dögum. Ef fleiri vilja koma með væri það bara gaman.

Það eru gerðar kröfur um gott líkamlegt úthald á hjóli, þar eð þetta eru í kring um 200 km, og það verður ekkert trúss og engin elsku mamma með í för. Sumsé allur farangur á hjólunum og gist í tjaldi eina nótt. Fólk þarf að vera vant ferðalögum og hafa andlega getu til að takast á við óvæntar uppákomur, svo sem óveður, snjóflóð, ísbirni, drukknar kellingar og fl þess háttar... (bara svona til að fyrirbyggja lögsóknir síðar meir)

Planið er að taka rútuna upp á Hveravelli (fer frá BSÍ kl 08:00) og við þurfum að láta vita á föstudaginn hversu mörg hjól verða með í för, svo það þarf að hafa samband við mig fyrir fimmtudagskvöld. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 823-9780. Kv Hrönn