Kæru félagsmenn og áhugamenn um það sem við gætum gert á hjólum sumarið 2010. Dagskráin á Brekkustígsbaðstofuloftinu fimmtudaginn 12. nóv. er tileinkuð tillögum og undirbúningi að öllu mögulegu sem við getum bryddað upp á og staðið fyrir á sumri komanda. Við byrjum kl. 20 og skoðum helstu dagsetningar á þekktum viðburðum eins og Hjólað í vinnuna, Bláa lónsþrautinni, Samgönguviku og fl. Er eitthvað sem við getum bætt við? Hjólalest í Reykjavík? Hjólalest á landsvísu? Verður Hjólað berbakt á menningarnótt? Allir sem vilja segja frá viðburðum sem þeir vita af, mega deila með okkur. Allir sem hafa áhuga á að fá fleiri með sér í að koma hugmyndum í framkvæmd, eru hvattir til að mæta. Klúbburinn er einmitt fólkið sem byggir hann. Komum, spáum og hjólum til framtíðar. Þeir sem vita nú þegar að þeir vilja fá framsögu með sín mál, sendið endilega um það póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Það verður kaffi á könnunni og viðgerðaraðstaðan opin á verkstæðinu.

Bkv.
Sesselja Traustadóttir