Vel heppnuð vorhátíð í klúbbhúsinu. Það var notaleg stemming í blíðunni í Vesturbænum þegar klúbburinn bauð upp á vorhátíð sína þetta árið. Garðar mætti með grillið og fólkið streymdi að. Börnin sem léku sér í kringum húsið tóku vel við sér. Komu í heimsókn létu sér vel líka við hjólafélagið í götunni sem bauð upp á pylsur og kók. Félagar ÍFHK komu á hjólum sínum og nutu samverunnar. Nýstárleg íslensk smíð á bögglaberum var til sýnis á verkstæðinu og fáum við væntanlega fljótlega nánari kynningu á þeirri völundarsmíð. Kvöldið var fagurt og sjálfsagt komið vor í Vaglaskóg:-) Smellið á myndina til að sjá fleiri myndir.