Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins var haldinn 26. október 2017. Það var helst að frétta að rekstur félagsins gengur vel og við eigum gott starfsár að baki. Góðar ferðir voru farnar og voru öllum þáttakendum og skipuleggjendum færðar þakkir fyrir. Veglegt fréttablað ÍFHK, Hjólhesturinn kom út í vor. Þriðjudagsferðir voru farnar í allt sumar og vikulega var opið hús.

Það var ákveðið að fækka opnum húsum þannig að nú verða þau fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar en á móti er  stefnt að því að reyna að hafa viðburðina veglegri á móti. Það verður lokað 21. desember og líklega í júlí mánuði 2018 líka.

Samþykkt var ein lagabreyting til að uppfæra heimilisfangið í 3. gr. sem nú er:

3.grein: Póstfang er Brekkustígur 2, 101 Reykjavík.

Sjórnin var endurkosin óbreytt  en ekki náðist mynd af öllum saman svo við notum bara myndina frá því fyrir ári með þessari frétt. Mönnun stjórnar og nefnda má lesa hér: Stjórn og nefndir ÍFHK

Stjórn Íslenska fjallahjólaklúbbsins